Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Eftirlaunalögin. Im memoriam.

Mér sýnist nú orðið nokkuð ljóst að fjölmiðlar ætla ekki að taka fyrir kæru vinstri grænna á hendur vefmiðlinum Andríki vegna myndbirtingar af formanni þeirra Steingrími J. Sigfússyni. Andríki hafði það til sakar unnið að birta litla auglýsingu með mynd og opinbera þá staðreynd að nefndur Steingrímur hefur þegið litlar 15 milljónir aukalega í sinn vasa vegna þeirra klásúlu í lögunum að þingfararkaup stjórnarandstöðuformanna skyldi hækkað um 50%. Steingrímur hefur jafnan talað af stakri vandlætingu um lög þessi, eins og rauna flestir vinstri menn þó  þeir hafi verið aðilar að málinu. Hvers vegna í ósköpunum skilar hann ekki þessum fjármunum til baka? Og hvers vegna í ósköpunum hafa fjölmiðlar aldrei áhuga þegar tvöfeldni vinstri manna er annars vegar? Á sama tíma og vinstri grænir kæra Andríki fyrir myndbirtingar af formanna sínum prenta þeir sjálfir skrípamyndir af formanni Sjálfstæðisflokksins og finnst í góðu lagi. Tvöfeldni þessa fólks ríður ekki við einteyming. Ég vil eindregið hvetja fólk til að lesa greinina á Andríki.is hún er vel tímans virði.

 http://andriki.is/

 


Höfundur

Jón Kári Jónsson
Jón Kári Jónsson

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband